Nordisk Ungdoms Teater Udvalg, NUTU, rekur sumrskóla yrir norræna nemendur á aldrinum 16-25 ára. Hann verður á þessu ári starfræktur í Finnlandi, nánar tiltekið í Finns alþýðuskólanum í Esbo, dagana 24. júní til 5. júlí. Hvert Norðurlandanna á 10 pláss í skólann. Frestur til að sækja um þátttöku rennur út þann 21. apríl.
Nordisk Ungdoms Teater Udvalg, NUTU, rekur sumrskóla yrir norræna nemendur á aldrinum 16-25 ára. Hann verður á þessu ári starfræktur í Finnlandi, nánar tiltekið í Finns alþýðuskólanum í Esbo, dagana 24. júní til 5. júlí. Hvert Norðurlandanna á 10 pláss í skólann. Frestur til að sækja um þátttöku rennur út þann 21. apríl.
Opinber tungumál eru danska, norska og sænska (enska ef þarf).
Þátttökugjaldið innifelur gistingu í tveggja manna herbergi, fæði, kennslu, útsýnisferð og akstur til og frá flugvelli. Frír aðgangur verður að þvottavél og tölvum. Mögulega verður um einhverja ferðastyrki að ræða en það kemur í ljós þegar nær dregur.
Námskeið skólans ásamt umsóknareyðublaði má finna hér.
Fylla skal eyðublaðið samviskusamlega út og senda til skrifstofu Bandalags ísl. leikfélaga, Laugavegi 96, 101 Reykjavík, fyrir 21. apríl.
Þátttökugjald, 2.200 DKK (295), skal greiða til Bandalagsins fyrir 15. maí.
Fulltrúi Íslands í stjórn NUTU er Sigrún Eyfjörð. Hún svarar öllum spurningum með gleði, netfangið hennar er seyfjord@gmail.com.