Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands frumsýnir föstudaginn 20. apríl Óraland, nýtt íslenskt leikrit. Þetta er síðasta verk vetrarins og í raun síðasta sýning Nemendaleikhússins í þeirri mynd sem það hefur starfað hingað til. Verkið er spunaverk og samið af leikaranemunum sjálfum í samvinnu við listræna stjórnendur sýningarinnar, þau Jón Atla Jónasson og Unu Þorleifsdóttur.
Ekkert handrit var til í byrjun, aðeins spurningar þátttakenda, árekstrar þeirra við eigin samtíma, vangaveltur þeirra um stöðu einstaklingsins í samfélagi þar sem sjónarspil og órar eru allsráðandi. Notast var við margvíslegar aðferðir í ferlinu: spuna, trúðatækni, tilbúin frumsamin atriði, svokallaðar opnanir, og leitað jafnt í frumsamda, lánaða og stolna texta þar til eftir stóðu stakir þræðir sem fléttaðir eru saman í sýningu.
Óralandið er land sem við þekkjum öll. Það er nefnilega svo vinsæll ferðamannastaður. Það veitir okkur ríkisfang án nokkurra spurninga. Fáni þess er… tja, sá fáni sem við kjósum að flagga eftir því hvernig á okkur liggur. Við eigum marga fána. Óralandið minnir stundum á önnur lönd. Og stundum minna önnur lönd á óralandið. Það getur verið erfitt að sjá hvar landamærin liggja. Til þess að fara þangað er ekki hægt að bóka neina ferð á netinu. Ef þú gúglar það gerist fátt. Þú ert þín eigin ferðaskrifstofa og fararstjóri. Góða ferð.
Leikstjóri er Una Þorleifsdóttir, aðjúnkt í sviðslistum við leiklistar- og dansdeild Listaháskóla Íslands.
Aðrir listrænir stjórnendur eru: Jón Atli Jónasson, Egill Ingibergsson og Magnús Þór Þorbergsson.
Tónlist: Björn Pálmi Pálmason og Oddur S. Báruson, nemendur í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands.
Listrænir aðstoðarmenn eru Eva Signý Berger, Móeiður Helgadóttir og Sveinbjörg Þórhallsdóttir.
Sýningar verða sem hér segir:
fös. 20.apríl- frumsýning uppselt
sun. 22.apríl- hátíðarsýning uppselt
fös. 27. apríl
sun. 29. apríl
fim. 3. maí
fös. 4. maí
sun. 6. maí
mán. 7. maí
fim. 10. maí
fös. 11. Maí
Sýnt er í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13. og hefjast sýningar kl. 20:00
Sýningafjöldi er takmarkaður og því er ráðlegt að tryggja sér miða í tíma. Miðasala fer fram á midi.is, midasala@lhi.is, og í síma 895 6994 til kl. 20:00.
Miðaverð er einungis 1.500 krónur.
ATHUGIÐ að sýningin er ekki við hæfi barna.
{mos_fb_discuss:2}