Stúdentaleikhúsið frumsýndi leikritið Upplausn/Fyrirmyndarsjálf fyrr í sumar. Þrjár aukasýningar verða á verkinu dagana 28. 29. og 30. júlí í Gömlu Kartöflugeymslunni við Ártúnsbrekku.
Upplausn/Fyrirmyndarsjálf fjallar um ungan vinahóp þar sem flestir eru á þeim stað að hafa ekki fundið sér sinn tilgang og farveg í lífinu og flóknar tilfinningar brjótast út í slæmum ákvörðunum og hegðun. Leikritið skoðar sambönd í sinni bestu og verstu mynd.
Höfundar og leikstjórar verksins eru Andri Freyr Sigurpálsson og Þóranna Gunný Gunnarsdóttir sem fara einnig fyrir leikhópnum Upplausn.
Frekari upplýsingar og ummæli um sýninguna er að finna á Facebook-síðu leikhússins.
Nánar um aðstandendur sýningarinnar:
Handrit og leikstjórn: Andri Freyr Sigurpálsson og Þóranna Gunný Gunnarsdóttir
Leikhópur: Andri Freyr Sigurpálsson, Björk Haraldsdóttir, Hrafnhildur Emma Björnsdóttir, Sara Rut Arnardóttir, Þorsteinn Pétur Mannfreðsson Lemke, Þorbjörn Óli.