Föstudagskvöldið 9. nóvember kl. 21.00 frumsýnir Leikfélagið Peðið óperuna Bjarmaland II eftir Jón Benjamín Einarsson í Kjallaranum Laugarvegi 73. Tónlist og leikstjórn er í höndum Andreu Gylfadóttur. Bjarmaland II er sjálfstætt framhald óperunnar Bjarmaland rísandi land, sem flutt var af Peðinu í fyrra. Þá kynntumst við ástföngnu fólki sem var í giftingarhugleiðingum á barnum.

Við fylgdumst með ástfangna parinu og urðum vitni að ofsafenginni ást bónda og femínista. Pörin tvö notfærðu sér það að á barnum var staddur prestur og giftu sig „med det samme“.
Nú er komið að brúðkaupsferð ástfangna parsins sem ferðast innanlands, enda sannir Bjarmlendingar þar á ferð. En við þjóðveginn leynist hætta fyrir grandalausa ferðamenn, nefnilega þjóðvegakindin. Eins ber að varast að taka of mikið mark á syngjandi dýrum. Þessu þarf að passa sig á, eigi ekki illa að fara.

Okkar fólk fellur að sjálfsögðu í þessar gryfjur, sem verður til þess að við fáum djúpa innsýn inn í þann kima bændamenningarinnar, sem hefur að gera með femínískan sauðfjárbúskap. Því Geiri bóndi gerðist full bráður forðum á barnum, og kvæntist þar femínista, sem er á góðri leið með að setja allt í uppnám á Bölmóðsstöðum.

Vélabrögð hennar ásamt háskólavæðingu bændasamfélagsins stefna hraðbyri í að ýta allri rómantík út úr sveitunum. Þetta svíður ástfangna parinu, og þau ásamt prestinum, sem haldið er nauðugum á bænum, fara í að endurheimta frelsi sitt og endurvekja hið forna búskapalag, þar sem hrúturinn er hedró, og kindurnar fá sitt „do do“ í desember. Slíkar stórbreytingar geta ekki orðið nema fyrir tilstilli hetjunnar Húsbíla Jóa sem kallaður er á svæðið. Spurningin er bara; dugir það til?

Frumsýnt verður föstudagskvöldið  9. nóvember kl. 21.00.
Næstu sýningar verða laugardaginn 10. nóvember kl. 17.00 og sunnudaginn 11. nóvember kl. 17.00

Sýnt er í Kjallaranum Laugarvegi 73 og miðapantanir eru í síma 866 7677.