Þann 4. desember kl. 20 frumsýnir Nemendaleikhús LHÍ Kirsuberjagarðinn eftir Anton Tsjekhov á Litla Sviði Borgarleikhússins. Leikstjóri er Daníel Rylander. Tsjekhov skrifar verk sitt árið 1904, á miklum umbrotatímum í Rússlandi þar sem undirliggjandi spenna milli þjóðfélagshópa er allsráðandi, samfélagsgerð sem ríkt hefur um aldir er að hverfa og ný að taka við. Nýríku auðmennirnir í Rússlandi náðu ekki að fara í útrás, Rússlandi var umbylt, kapítalisminn sigraði ekki, aðallin sigraði ekki -fólkið sigraði ekki. Sviðsetning Nemendaleikhússins á Kirsuberjugarðinum er samtal við íslenskan samtíma. Ísland í dag er á sögulegum örlagapunkti. Hinir áhyggulausu dagar eru á enda – skemmtum okkur þangað til við deyjum!

Kirsuberjagarðurinn eftir Anton Tsjekhov er saga af húsi sem er að hruni komið og hinum gamla lífstíl sem er einnig kominn af fótum fram. Eftir fimm ára fjarvegu snýr Ljubov Ranjevskaja aftur heim. Býli hennar, víðfrægur kirsuberjagarður, er að verða gjaldþrota vegna mikilla skulda og það blasir við að innan skamms tíma verði það selt á uppboði. Ranjevskaja hefur eytt um efni fram, sóað gengdarlaust, án þess að leiða hugann nokkurn tímann að morgundeginum. Lopakin, nýrrýkur kapitalisti og fyrrverandi leiguliði leggur fram hugmynd sem getur bjargað fjölskyldunni fjárhagslega. Það mun þó þýða að þau verða að rífa niður húsið og öll kirsuberjatrén. Fjölskyldan getur ekki sætt sig við þá tilhugsun, þar sem þetta er lausn sem myndi binda enda á lífstíl þeirra sem einkennist af einni eilífðar garðveislu. Þegar uppboðsdagurinn rennur upp, fer það þó svo á endanum að Lopakin kaupir býlið og lætur hugmynd sína verða að veruleika. Fátæk og niðurlægð yfirgefur fjölskyldan býlið og heldur út í óvissuna.

Leikstjóri er Daniel Rylander, aðstoðarleikstjóri Guðmundur Kr. Oddsson. Leikmynd og búningar: Sigurður Óli Pálmason, lýsing: Egill Ingibergsson, tónlist og hljóðmynd: Jóhann Friðgeir Jóhannson. Framkvæmda-og tæknistjórn: Egill Ingibergsson og aðstoð við leikmynd og tæknivinnu: Brynja Björnsdóttir.

Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands í vetur skipa: Bjartur Guðmundsson, Hannes Óli Ágústsson, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Stefán Benedikt Vilhelmsson, Vigdís Másdóttir, Walter Geir Grímsson og Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir.

Miðaverð kr. 1.500. Afsláttarverð kr. 1.000 miðinn.

{mos_fb_discuss:2}