Leikfélagi Ölfuss hefur hafið æfingar á leikritinu Blúndur og blásýra eftir Joseph Kesselring í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar. Leikstjóri verksins er Gunnar Björn Guðmundsson. Vel gekk að fá leikara og ganga æfingar vel. Stefnt er að frumsýningu á verkinu 16. janúar n.k. Leikfélag Ölfuss hefur fengið aðstöðu í fyrrum húsnæði hafnarinnar í Þorlákshöfn og er verið að klára að koma munum leikfélagsins fyrir þar.

Í tilefni af nýju aðstöðunni verður opið hús þann 13. desember n.k. milli kl. 14:00 og 17:00 og gefst fólki þá tækifæri til að skoða húsið, fá sér kaffi og spjalla. Allir eru velkomnir.

Til sölu verða gjafabréf á leikritið Blúndur og blásýru sem frumsýnt verður eftir áramótin. Gjafabréfin verða til sölu hjá Árnýju Leifsdóttur í síma 694-5049 og einnig á opnu húsi þann 13. desember n.k. Tilvalið er að gefa gjafabréf í jólagjöf.

{mos_fb_discuss:2}