Námskeiðið verður haldið í Bæjarleikhúsinu, Mosfellsbæ, laugardaginn 29. september 2012 og hefst kl. 9.00.
Fyrirlesarar koma aðallega úr röðum stjórnar- og starfsmanna Bandalagsins en þó fáum við til liðs við okkur sérfræðing í markaðssetningu með notkun samfélagsmiðla, hana Kristínu Elfu Ragnarsdóttur frá auglýsingastofunni Pipar\TBWA.
Tilkynna þarf þátttöku fyrir 20. september nk.
Námskeið í stjórnun leikfélaga og markaðssetningu
Haldið í Bæjarleikhúsinu, Mosfellsbæ laugardaginn 29. september 2012
Kl. 9.00 – Þorgeir Tryggvason, formaður Bandalagsins, setur námskeiðið
Á dagskránni eru eftirtalin umfjöllunarefni, ekkert endilega í þessari röð:
* Markaðssetning, notkun samfélagsmiðla – Kristín Elfa Ragnarsdóttir, Auglýsingastofunni Pipar\TBWA
* Verkaskipting stjórna, Skipurit, Hlutverk hvers stjórnarmanns – Guðfinna Gunnarsdóttir, varaformaður
* Fjármál; bókhald og styrkumsóknir – Vilborg Valgarðsdóttir, framkvæmdastjóri
* Leiklistarvefurinn og Ársrit BÍL – Ármann Guðmundsson, starfsmaður
* Lög leikfélaga og Þátttaka í erlendu samstarfi – Þorgeir Tryggvason, formaður
* Samskipti við leikstjóra – Halldór Sigurgeirsson, meðstjórnandi
* Samvinna milli leikfélaga – Embla Guðmundsdóttir, varastjórnarkona og Halldór Sigurgeirsson
* Samvinna/samstarf og samningar leikfélaga og sveitarfélaga – Ólöf Þórðardóttir, ritari
Léttur hádegisverður er innifalinn í námskeiðsgjaldinu, hann verður kl. 12.00 og kaffipásur verða svo með reglulegu millibili yfir daginn.
Áætlað er að námskeiðinu ljúki um kl. 17.00.
Verðið pr. mann er kr. 5.000.- Skráið ykkur á info@leiklist.is fyrir 20. september og greiðið þátttökugjaldið um leið inn á reikning 334-26-5463, kt. 440169-0239 – vinsamlegast sendið greiðslustaðfestingu á info@leiklist.is
Um kvöldið væri gaman að hittast á krá eða kaffihúsi miðsvæðis í Reykjavík, við auglýsum staðinn þegar skráningum lýkur. Gott væri að fá að vita um áhugann fyrir svona hittingi við skráningu svo finna megi stað við hæfi.