Á leikárinu 2014 – 2015 mun sviðslistahópurinn við og við standa fyrir leiklistarnámskeiði í Borgarleikhúsinu. Kennsla fer fram á ensku en lögð er áhersla á tjáningu án orða og er fólk af erlendum uppruna, gestir og innflytjendur, sérstaklega velkomið.

 

Fyrir áramót er námskeiðið með hefðbundnu sniði þar sem boðið er upp á æfingar og verkefni en útgangspunktur við og við er að þessu sinni spurningin um hvort hægt sé að hrista af sér samfélagsleg og persónuleg hegðunarmynstur. Eftir áramót verða þessar hugmyndir þróaðar áfram með það fyrir augum að setja þær á svið og bjóða áhorfendum að kynna sér afrakstur námskeiðsins á opnu kvöldi í Borgarleikhúsinu.

 Leiklistarnámskeiðið fer fram í Borgarleikhúsinu alla miðvikudaga frá kl. 18:00 – 21:00 og er þátttökugjald fyrir haustönnina kr. 15.000.

Fyrir frekari upplýsingar um námskeiðið sendið póst á vidogvidklubburinn@gmail.coms eða Aude Busson: 843 0581