Laugardaginn 24. júní heldur Leikfélag Hafnarfjarðarárlegan aðalfund sinn í húsnæði leikfélagsins á jarðhæð gamla Lækjarskóla við lækinn í Hafnarfirði. Fundurinn stendur frá 17:00 til 19:00. Á dagskrá eru almenn aðalfundarstörf og kjör stjórnar. Farið verður yfir liðið leikár og skipulag þess næsta. Þá verður starfsemi leikfélagsins kynnt fyrir nýjum félögum. ALLIR velkomnir sem áhuga hafa á að kynnast starfsemi félagsins. hafnarfj.logo.jpgLaugardaginn 24. júní heldur Leikfélag Hafnarfjarðarárlegan aðalfund sinn í húsnæði leikfélagsins á jarðhæð gamla Lækjarskóla við lækinn í Hafnarfirði. Fundurinn stendur frá 17:00 til 19:00. Á dagskrá eru almenn aðalfundarstörf og kjör stjórnar. Farið verður yfir liðið leikár og skipulag þess næsta. Þá verður starfsemi leikfélagsins kynnt fyrir nýjum félögum. ALLIR velkomnir sem áhuga hafa á að kynnast starfsemi félagsins.

Leikfélag Hafnarfjarðar vill  hvetja alla sem áhugasamir eru um leiklist til þess að mæta og taka þátt í starfi leikfélagsins. Alltaf er þörf á leikurum og laghentu fólki í leikmyndasmíð og hönnun, förðun, búningagerð, lýsingu, hljóð og tónlist svo eitthvað sé nefnt.    Að leikfélaginu stendur samhentur og glaðvær hópur þar sem allir fá að láta ljós sitt skína.

Leikfélag Hafnarfjarðar var stofnað þann 19. apríl árið 1936 að frumkvæði Daníels Bergmann og Gunnars Davíðssonar.   Stofnendur voru ellefu talsins og höfðu allir með einum eða öðrum hætti komið við sögu leiklistar í Hafnarfirði áður. Leikfélagið starfaði um fjörutíu ára skeið eða allt fram til 1965 en þá lagðist starfsemin af að mestu fram til 1983. Á þessum tæpum þrjátíu árum voru sett upp mörg eftirminnileg verk sem enn lifa í hugum eldri Hafnfirðinga, þeirra á meðal Kinnarhvolssystur, Afbrýðissöm eiginkona og Ráðskona Bakkabræðra sem sennilega er þekktasta verk Leikfélags Hafnarfjarðar frá fyrri tíma en það var sýnt alls 111 sinnum og var biðröð út úr dyrum lengst af.

Eftir að hafa legið í dvala um allnokkurt árabil var félagið endurvakið árið 1983. Hópur ungs fólks sem hafði kynnst leiklist í Flensborg á árunum í kringum 1980 undir handleiðslu Árna Ibsen tók sig til og setti upp Bubba kóng í Bæjarbíó á vordögum 1983 undir leikstjórn Árna. Nokkrum árum seinna eða um 1985 fékk félagið Bæjarbíó til umráða og var það mikil lyftistöng. Leikfélagið hefur á síðustu tuttugu árum sýnt yfir 40 sýningar auk þess að taka þátt í minni viðburðum. Á tímabilinu 1989 til 1999 hélt félagið út öflugu unglingastarfi fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára og tóku um 50 unglingar þátt á hverju ári. Leikfélagið hefur nú aðstöðu í gamla Lækjarskóla þar sem starfsemin stendur með miklum blóma. Á síðastliðnum fjórum árum hafa verið sett upp yfir tíu leikrit í fullri lengd auk fjölda smáverka og gestasýninga sem ber blómlegri starfsemi fagurt vitni.

Kær kveðja,

Stjórn LH