Leiktækniskóli Magnúsar Jónssonar og Þorsteins Bachmann stendur fyrir námskeiði í hagnýtri og skapandi leiklist og hefst það laugardaginn 28. janúar og stendur frá kl. 13.00 til 16.30. Kennt verður sex laugardaga í röð. Námskeiðið er haldið í húsnæði Dansverkstæðisins á Skúlagötu 28 (efstu hæð KEX hostel). Námskeiðsgjald er  38.000 kr. sem greiðist að fullu við skráningu. Aldurstakmark er 18 ára.

Á námskeiðinu verður farið í:

– Michael Chekhov tækni
– Senuvinnu
– Textagreiningu
– Undirbúning fyrir áheyrnarprufur
– Hugleiðslu og slökun o.m. fl.

Um Magnús:
Magnús hefur leikið jöfnum höndum síðan hann útskrifaðist árið 1991. Hann var meðlimur Gus Gus frá 1994 til 1999. Gaf út einherjadisk árið 2000 og starfar með hljómsveitinni BB&BLAKE um þessar mundir. Hann hefur talsett bíómyndir, auglýsingar, haldið málverkasýningar og tónleika svo nokkuð sé nefnt. Meðal helstu leikhlutverka eru Siðameistarann í Kabarett í Óperunni. Logi Traustason í sjónvarpsþáttunum Réttur og Frank N. Furter í Rocky Horror á síðasta ári.

Um Þorstein:
Þorsteinn hefur leikið vel á þriðja tug hlutverka í leikhúsi og hátt í 20 hlutverk fyrir sjónvarp og kvikmyndir. Hann hefur einnig fengist töluvert við leikstjórn og var leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar um skeið. Þorsteinn hefur haldið fjölda námskeiða í leiklist og kennt bæði við Leiklistarskóla Íslands og Kvikmyndaskólann. Meðal helstu hlutverka Þorsteins eru Steinn Elliði í Vefaranum mikla frá Kasmír, Gestur, fréttastjóri í Pressu og hlutverk Ara í kvikmyndinni Eldfjall sem frumsýnd verður á Íslandi í haust.

Leiktækniskólinn er á Facebook þar sem má nálgast nánari upplýsingar.

Skráning og fyrirspurnir á leiktaekniskolinn@gmail.com

{mos_fb_discuss:3}