Bandalag norskra leikfélag heldur nú í þriðja sinn sumarskóla í leiklist fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára. Skólinn er á vegum ungliðasamtaka norrænu leikfélagana, NUTU. Í þetta sinn verður hann haldinn í Ringerike lýðháskólanum í Hønefoss. Skólinn er staðsettur í göngufæri við miðbæjar smábæjarins Hønefoss sem er í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Osló.

Skólinn verður haldinn 7. til 21. júlí. Námsdvölin kostar 2.000 kr.norskar á nemanda en það gera um 20.000 krónur íslenskar.

Hvert norðurlandanna á 10 pláss á skólanum. Skráningar fyrir íslenska nemendur eru á skrifstofu Bandalags íslenskra leikfélaga. Þeir sem vilja skrá sig þurfa að senda þangað nafn, kennitölu, heimilisfang og síma. Auk þess að fylla út umsóknareyðublað sem er í bæklingi sem hægt er að hlaða niður hér. Námskeiðsgjald þarf einnig að greiða til Bandalagsins fyrir 1. júní.

Boðið verður upp á 5 námskeið:

Improvisasjon (Spuni)
Kennari: Pernilla Glaser frá Svíþjóð

Fortellerteater (Frásagnarleikhús)
Kennari: Michael Lykke frá Danmörku

Maske (Grímur)
Kennari: Elisabeth Batsebha frá Grænlandi

Bevegelse som uttrykksform (Hreyfing sem tjáning)
Kennari: Aina Lundby frá Noregi

Fysisk teater (Hreyfileikhús)
Kennari: Marie Gåsvik frá Noregi

Þrjú námskeiðanna eru í gangi báðar vikurnar en spunanámskeiðið er aðeins þá fyrri og Hreyfing sem tjáning aðeins í þeirri seinni. Hver nemandi tekur tvö námskeið á námstímanum. Nemendur þurfa sjálfir að sjá um að panta sér far og standa straum af ferðakostnaði.

Nánari upplýsingar má finna hér.

{mos_fb_discuss:3}