Heilgrímu námskeið Skýjasmiðjunnar verður haldið dagana 28. og 29. nóvember frá klukkan 19:00 – 23:00.
Unnið með undirstöðuatriði heilgrímu leiks á sviði. Notast verður við neutral mask, character mask og svo verða heilgrímur Skýjasmiðjunnar einnig prófaðar í senuvinnu.

Grímuleikur er frábær leið fyrir leikara til að kanna og þróa eigin líkamsbeitingu. Það eru mjög mörg afbrigði til af grímuleik og farið er yfir þau helstu og þær aðferðir sem liggja til grundvallar heilgrímuleik. Heilgríman er einkar skemmtilegt og krefjandi form að vinna með. Hún notar engin orð og þarf því að reiða sig að fullu á líkamstjáningu leikara og stemmningu til túlkunar.

Skýjasmiðjan er búin að þróa sínar eigin aðferðir og vilja bjóða áhugasömum að koma og prófa og fræðast um þetta skemmtilega leikhúsform.

Skýjasmiðjan byrjaði að vinna með heilgrímu formið haustið 2011, frumsýndi sýninguna Hjartaspaða 2012 og hlaut tvær tilnefningar til Grímunnar 2013. Skýjasmiðjan setti einnig upp barnasýninguna Fiskabúrið í samstarfi við Þjóðleikhúsið 2014. Stofnendur Skýjasmiðjunnar Aldís Davíðsdóttir og Stefán Benedikt Vilhelmsson.

Kostnaðurinn er 14 þúsund fyrir bæði kvöldin.
Tveir kennarar verða með námskeiðið svo það ætti að fara vel um alla.
Staðsetning námskeiðsins verður auglýst síðar.

Skráning og nánari upplýsingar á skyjasmidjan@gmail.com

Facebook viðburður hér.