Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýnir nýtt íslenskt leikrit í Valaskjálf laugardaginn 26. apríl. Um er er að ræða nýjasta verk Ásgeirs Hvítaskálds. Hann segir verkið hafa verið að gerjast til fjölda ára en hann fór þó ekki að skrifa það fyrr en hann flutti á Fljótsdalshérað.
Gull í tönn segir frá gömlum hrossabónda sem hefur tilkynnt að hann ætli að deyja og það sé í rauninni góður dagur til þess í dag. Við þessar fréttir gerir fólk sér upp erindi við kallinn, því hann er með þeim ósköpum gerður að vera með gulltennur í munninum og allir vilja fá sinn hlut í gullinu. Erfðagræðgin blossar upp og uppgjör um gamlar sakir komast upp á yfirboðið.
Sýningar verða í félagsheimilinu Valaskjálf á Egilsstöðum. Þar hefur allur sveitabærinn verið reistur og meira að segja reisulegt hesthús.
Verkið flokkast undir að vera gaman/drama og ætti því að höfða til allra, þá sérstaklega hestamanna, peningamanna og kjaftakellinga …
Sýningar verða svona:
Frumsýning Lau 26.apríl kl. 20:30
2. sýning Sun 27. apríl kl. 20:00
3. sýning Fim 1. maí kl. 14:00
4. sýning Lau 3. maí kl. 20:30
5. sýning Sun 4. maí kl. 14:00
6. sýning Mið 7. maí kl. 20:30
Lokasýning Fös 9. maí kl. 20:30
Miðasala í síma 867-1604
Miðaverð er 2.200 kr. en 1.900 kr. tilboð fyrir hópa, eldri borgara, öryrkja, ME nema og ungt fólk á aldrinum 7-16 ára.
Frítt fyrir börn 6 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.