Leikfélag Hörgdæla sýnir um þessar mundir farsann Með vífið í lúkunum eftir Ray Cooney við gríðarlega góðar undirtektir. Leikverkið er gamanleikur af bestu gerð og fjallar um leigubílstjóra sem heldur tvö heimili og tvær eiginkonur. Líkt og fyrirséð er kemst bílstjórinn í margvísleg vandræði við að viðhalda tvöföldu líferni sínu og spinnast inn í vef hans bráðskondnir karakterar. Átta leikarar eru í sýningunni, en leikstjórar sýningarinnar eru hjónin Margrét Sverrisdóttir og Oddur Bjarni Þorkelsson.

Fyrirhugaðar eru 3 sýningar um páskana. 23. mars, 24. mars og 26. mars og er óðum að fyllast á þær sýningar. Sýnt verður áfram á föstudags og laugardagskvöldum í apríl á meðan aðsókn leyfir.

Hér má síðan lesa umfjöllun um sýninguna. http://www.dagskrain.is/is/frettir/hlatur-i-bodi-horgdaela