Þann 6. október nk. verður Margt smátt, stuttverkahátíð Bandalags íslenskra leikfélaga, haldin í Borgarleikhúsinu. Í þetta skiptið sýna sex leikfélög alls 15 þætti og eru það allt ný íslensk verk, samin af fólki í leikfélögunum sjálfum. Það eru Freyvangsleikhúsið, Halaleikhópurinn, Hugleikur, Leikfélag Kópavogs, Leikfélag Mosfellssveitar og Leikfélagið Sýnir sem taka þátt í Mörgu smáu þetta árið. Hátíðin fer fram á Litla sviðinu og hefst klukkan 14:00. Miðaverð er aðeins 1.000 krónur.
Þetta er í fjórða skipti sem Bandalag íslenskra leikfélaga og Borgarleikhúsið halda þess hátíð saman og endurspeglar hún hið merka starf sem fer fram í ritun stuttra leikverka innan raða íslensku áhugaleikhúshreyfingarinnar. Má segja að þar fari fram brautryðjendastarf á því sviði og hefur orðið gífurleg aukning í uppsettningu slíkra verka hjá aðildarfélögum Bandalagsins á undanförnum áratug.
Félögin sem sýna á Margt smátt í ár hafa öll tekið þátt í hátíðinni áður, sum í öll fjögur skiptin. Þau eru:
Freyvangsleikhúsið sýnir:
Hlé!
Höfundur: Hjálmar Arinbjarnarson
Leikstjóri: Daníel Freyr Jónsson
Halaleikhópurinn sýnir:
Uppihvað?
Höfundur: Hjólastólasveitin
Leiðbeinandi: Ágústa Skúladóttir
Hugleikur sýnir:
Fyrir
Höfundur: Hrefna Friðriksdóttir
Leikstjóri: Kristín Nanna Vilhelmsdóttir
Þriðji dagurinn
Höfundur: Sigurður H. Pálsson
Leikstjórn: Leikhópurinn
Mikið fyrir börn
Höfundar: Þórunn Guðmundsdóttir og Hrefna Friðriksdóttir
Höfundur tónlistar: Þórunn Guðmundsdóttir
Höfundar söngtexta Þórunn Guðmundsdóttir, Þórunn Harðardóttir og Sævar Sigurgeirsson
Leikstjóri: Hrefna Friðriksdóttir
Munir og minjar
Höfundur: Þórunn Guðmundsdóttir
Leikstjóri: Rúnar Lund
Pappírspési
Höfundur og leikstjóri: Unnur Guttormsdóttir
Hver er þessi Benedikt?
Höfundur: Júlía Hannam
Leikstjóri: Kristín Nanna Vilhelmsdóttir
Næturstaður
Höfundur: Sigurður H. Pálsson
Leikstjóri: Árni Friðriksson
Verðum í bandi
Höfundur: Árni Friðriksson
Leikstjóri: Sigurður H. Pálsson
Leikfélag Kópavogs sýnir:
Jesú getinn
Höfundur og leikstjóri: Bjarni Baldvinsson
Leikfélag Mosfellssveitar sýnir:
Hverjum ætti að refsa?
Höfundur og leikstjóri: Agnes Þorkelsdóttir Wild
Þennan dag
Höfundur og leikstjóri: Sigrún Harðardóttir
Leikfélagið Sýnir sýnir:
Hamar
Höfundur og leikstjóri: Hörður Skúli Daníelsson
,,Og hefi ég þann sopa sætastan sopið"
Höfundar: Hrund Ólafsdóttir og leikhópurinn
Leikstjóri: Hrund Ólafsdóttir
Áður en hátíðin hefst ætla áhugaleikarar að ganga fylktu liði frá Þjónustumiðstöðinni á Laugarvegi 96 upp í Borgarleikhús (veltur reyndar svolítið á veðri) og er ætlunin að leggja af stað þaðan upp úr klukkan 13:00. Meðfram leiksýningum verður svo boðið upp á ýmis konar uppákomur, tónlistaratriði og sprell. Um kvöldið verður síðan leikfélagapartý þar sem áhugaleikarar og velunnarar þeirra ætla hittast og skemmta sér og öðrum og er það haldið í Hátúni 12. Boðið verður upp á kjötsúpu og brauð gegn vægu verði þeim sem það vilja, en aðrar veitingar eru á ábyrgð hvers og eins.
{mos_fb_discuss:2}