Draumar 2013, alþjóðleg leiklistar- og stuttmyndahátið heyrnarlausra, er nú haldin í þriðja sinn hér á íslandi vikuna 10. til 16. júní. Þema hátíðarinnar að þessu sinni er börn, fjölskyldur og ungt fólk. Leiksýningarnar eru fjórar sem ásamt tíu stuttmyndum verða sýndar á tveimur bíókvöldum.

Allar sýningarnar verða í Tjarnabíói þessa viku. Löndin sem taka þátt eru Ísland, Tékkland, Kanada, Noregur, Grænland, Danmörk, Þýskaland, Bretland, Svíþjóð og Spánn. Sýningarnar eru aðgengilegar öllum og miða og upplýsingar er hægt að nálgast á tjarnarbio.is.