Í dag, 11. janúar 2011 er Leikfélag Reykjavíkur 115 ára. Það var stofnað 11. janúar 1897 og er eitt af elstu starfandi félögum landsins. Á undanförnum árum hafa verið haldin málþing/félagsfundir í tengslum við afmæli félagsins. Fjallað hefur verið um leikskáldin Jóhann Sigurjónsson og Guðmund Kamban, verk þeirra og æviferil. Nú er röðin komin að bræðrunum  Jónasi og Jóni Múla Árnasonum.

Leiðir þeirra og Leikfélags Reykjavíkur lágu fyrst saman þegar leikrit þeirra Deleríum Búbónis var sett upp í Iðnó í leikstjórn Lárusar Pálssonar. Það var frumsýnt í janúar 1959, en var upphaflega samið fyrir útvarp og flutt í Ríkisútvarpinu fyrir jól 1954. Önnur verk þeirra eru Táp og fjör, Drottins dýrðar koppalogn, Þið munið hann Jörund, Skjaldhamrar, Valmúinn springur út á nóttunni, Kvásárvalsinn, Allra meina bót, Rjúkandi ráð og Járnhausinn.

Málþingið verður haldið á Litla sviði Borgarleikhússins mánudaginn 16. janúar kl. 18. Dagskráin er fjölbreytt. Viðar Eggertsson segir frá söngvaleikjum þeirra bræðra og fluttur verður stuttur leiklestur úr Deleríum Búbonis. Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Jóhann Sigurðarson, leiklesa og flytja ásamt Jóhanni G. Jóhannssyni, Eddu Þórarinsdóttur og Troels Bengtssyni lög úr verkum þeirra bræðra. Kynnir er Marta Nordal.

Í upphafi málþings verður sýnt úr kynningarmyndum sem LR hefur látið framleiða um listamenn félagsins. Það eru þau Guðrún Ásmundsdóttir og Steinþór Sigurðsson sem verða kynnt að þessu sinni, en bæði eru heiðursfélagar LR.

Málþingið verður öllum opið og aðgangur er ókeypis. Boðið verður upp á súpu og brauð í forsal.

{mos_fb_discuss:3}