Framandverkaflokkurinn Kviss búmm bang frumsýnir nýtt verk í febrúar: Hótel Keflavík. Hótel Keflavík er 24 stunda langt þátttökuverk sem hefst á BSÍ kl. 14:00 á sýningardag og lýkur á BSÍ kl. 14:00 næsta dag. Þátttakendur eru beðnir um að mæta án hverskyns tímamæla, farsíma, tölvu eða annarra samskiptatækja og með persónulegt myndaalbúm með sér. Við upphaf verksins fá þátttakendur leiðbeinandi handrit í hendur. Í þessu verki er hver og einn „hann sjálfur“, í þeim skilningi að þátttakendur taka ekki að sér hlutverk einhvers annars, þeir leysa og vinna verkefnin í handritinu út frá þeim sjálfum.

Sýningarnar verða 6 talsins, aðeins 36 miðar eru í boði og miðasala er hafin!

Dagsetningar eru eftirfarandi:
1. sýning: föstudag 17. febrúar kl: 14
2. sýning: laugardag 18. febrúar kl: 14
3. sýning: föstudag 24. febrúar kl: 14
4. sýning: laugardag 25. febrúar kl: 14
5. sýning: föstudag 2. mars kl: 14
6. sýning: laugardag 3. mars kl: 14

Andaðu djúpt. Spurðu sjálfa(n) þig: Hvar hef ég verið allt mitt líf?
„…we have exhausted ourselves emotionally and mentally; we have tried so many things, so many sensations, so many amusements, so many experiments, that we have become dull, weary. We join one group, do everything wanted of us and then leave it; we then go to something else and try that. We have gone from sensation to sensation, from excitement to excitement, till we come to a point when we are really exhausted.“
-Krishna Murti

Almennt miðaverð er 7500 krónur. Nemar, atvinnulausir, eldri borgarar og öryrkjar greiða 6000 krónur.
Athugið að 18 ára aldurstakmark er á verkið.

Til að panta miða sendið tölvupóst á netfang okkar: kvissbummbang@gmail.com og takið fram hvaða dag þið viljið mæta.

{mos_fb_discuss:2}