Í „long-form improv“ búa leikararnir í sameiningu til um það bil hálftíma langa sýningu út frá t.d einu orði sem þeir fá frá áhorfendum. „Long-form improv“ er fyrir alla. Á fyrri námskeiðum hafa verið leikarar, dansarar, handritshöfundar, myndlistarmenn, grafískir hönnuðir og fleiri.
Þetta er frábært verkfæri fyrir fólk til að öðlast öryggi í spunavinnu, fá þjálfun í að vera í núinu, hlusta, taka áhættu, bregðast við, treysta sjálfum sér og styðja aðra í hópnum.

Dóra Jóhannsdóttir leikkona kennir á námskeiðunum. Hún býr um þessar mundir í New York þar sem hún er að læra og sýna þessa tegund af spuna hjá hinu vinsæla Upright Citizens Brigade(UCB) leikhúsi. Mikil hefð er fyrir spuna-leiksýningum í Bandaríkjunum og margir af stærstu grínleikurum seinustu ára í Bandaríkjunum koma úr improv-leikhópum. T.d ófáir í leikhópnum í Saturday Night Live, Bill Murray, Tina Fey, Mike Meyers, Will Ferrell, Amy Poehler, Steve Carell, John Belushi, Chris Farley og fleiri. Handritshöfunda-teymi nota einnig aðferðina mikið til að búa til efni.

Til eru margar aðferðir innan „Long-Form-Improv“ en sú sem ætlað er að fókusera á og þjálfa hér er kómedíu-spuni sem kallast „The Harold“ eða Haraldurinn. Haraldurinn er aðferð sem byggir á ákveðnum strúktúr, reglum og aðferðum í spuna. Svo er þetta líka alveg sjúklega skemmtilegt og ávanabindandi!.

KVÖLD: Hefst 12. júní, kennt þriðjudaga og fimmtudaga frá 18-21

DAG: Hefst 13. júní, kennt miðvikudaga og föstudaga frá kl. 10-13

Hvert námskeið er 6 skipti, 3 tímar í senn og kennt verur í húsnæði Þjóðleikhússins.

Verð er kr. 25.000. Einhver stéttarfélag styrkja félagsmenn.

Nánari upplýsingar og skráning á improvharaldurinn@gmail.com

Linkur á sýningu hjá Upright Citizens Brigade:http://www.youtube.com/watch?v=P4HTxmqNTCY