Vor í Árborg stendur nú fyrir dyrum og þá blómstrar menningarlífið sem aldrei fyrr í sveitarfélaginu. Leikfélag Selfoss lætur ekki sitt eftir liggja í dagskránni og bíður upp á hið sívinsæla Hugarflug í tengslum við hátíðina og verður það sýnt 23. maí kl. 17:00 og 24. maí kl. 14:00 í Litla leikhúsinu við Sigtún. Að þessu sinni er Hugarflugið óvenju veglegt og mjög fjölbreytt. Í dagskránni er m.a. boðið upp á klassískar persónur leikhússins í nýju ljósi, lítt gáfaða bræður, annað erindi blaðamanna og fjölbreytta tónlist úr ýmsum áttum. Þátttakendur eru í kringum 20 á ýmsum aldri, reyndir í bland við óslípaða demanta.

Hugarflug er vettvangur þar sem fólk innan leikfélagsins fær nokkuð frjálsar hendur til að æfa og sýna stutt atriði. Fólk velur sér sálft verkefni og samstarfsfólk og getur það hvort sem er verið leikþáttur, tónlistaratriði, ljóðalestur eða annað í sama dúr. Atriðin eru svo sett saman í eina samfellda dagskrá en yfirleitt eru aðeins 2 sýningar líkt og nú er. Hugarflugið er lýsandi dæmi um þá óbeisluðu orku, hæfileika og grósku sem hefur farið sívaxandi undanfarin ár hjá Leikfélagi Selfoss. Á Hugarflugi geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi en aðgangseyrir er enginn.

{mos_fb_discuss:2}