Nú í ár mun listahátíðin Æringur koma sér fyrir í Frystiklefanum norðanmeginn við Snæfellsnes í sjávarþorpinu Rifi. Hátíðin er staðbundin og munu listamennirnir dvelja um 10-14 daga á staðnum við vinnslu á verkum sínum, verða fyrir áhrifum, anda að sér söltu sjávarloftinu og upplifa einstaka náttúru sem Snæfellsnes hefur upp á að bjóða. Opnun hátíðarinnar verður laugardaginn 7. júlí.

Frystiklefinn er leikhús í uppbyggingu sem eitt sinn þjónaði afurðum hafsins en hefur nú fengið upplyftingu og bíður alla leikhópa, danshópa og listamenn velkomin til starfa. Rýmið er stórt og býður upp á marga möguleika og hvetjum við því myndlistarmenn í öllum miðlum sem og leik og danshópa að sækja um.

Sendið umsókn á aeringur@gmail.com þar sem á framkoma uppælýsingar um:

Frekari upplýsingar má finna á www.aeringur.com

{mos_fb_discuss:3}