Arnar segir að verkið sé unnið út frá skapandi hugmyndavinnu. Nemendur vinna eftir handriti sem er í stöðugri endurskoðun og tillögur þeirra eru teknar til greina um útfærslur og breytingar, ef þurfa þykir. Verkið fjallar um okkur sem þjóð, einkenni okkar og sérstöðu og farið er fram og aftur í tíma og rúmi. Verkið er fjörugt og skemmtilegt og hæfir öllum aldurshópum. Arnar segir að nemendahópurinn sé almennt áhugasamur og sýni mikinn dugnað.
Leiklist er kennd sem valgrein í 8.,9. og 10. bekk í Dalvíkurskóla og hvorki fleiri né færri 40 nemendur sækja þessa faggrein í vetur. Alls koma að uppfærslunni að þessu sinni um 46 ungmenni.
Leiðbeinandi leikhópsins og leikstjóri uppfærslunnar er Arnar Símonarson, kennari og samfélagsþjálfi.
Æft er síðdegis og á kvöldin alla virka daga. Æfingar hafa staðið yfir frá í byrjun september. Leikfélag Dalvíkur leggur fram æfingarhúsnæði til afnota í 6 vikur fyrir þessa vinnu, endurgjaldslaust og félagsmenn, auk foreldra nemenda aðstoða auk þess varðandi búninga, leikmuni og fleira.
Áætlaðar eru 8 sýningar á verkinu:
Miðvikudagur 24. október Kl. 20.00 Frumsýning
Fimmtudaginn 25. október Kl. 18.00 2 .sýning
Þriðjudaginn 30. október Kl. 20.00 3. sýning
Miðvikudaginn 31. október Kl. 20.00 4. sýning
Fimmtudaginn 1. nóvember Kl. 18.00 5. sýning
Föstudaginn 2. nóvember Kl. 18.00 6. sýning
Laugardaginn 3. nóvember Kl. 15.00 7. Sýning
Laugardaginn 3. nóvember Kl. 18.00 8. sýning
Skúli Lórenz Tryggvason sér um ljósavinnu og hljóð, Kristján Guðmundsson og Aron Óskarsson sjá um almenna tæknivinnu og Guðný Ólafsdóttir hannar leikskrá. Félagar í LD aðstoða við búninga og framkvæmd á æfingum.
Umsjón með miðasölu er í höndum Lovísu Maríu Sigurgeirsdóttir í síma 865 3158.