Leikfélagið Hugleikur stendur fyrir námskeiði í leikritun nú í byrjun september í húsnæði sínu að Eyjarslóð 9. Kennari er Karl Ágúst Úlfsson. Námskeiðið er ætlað öllum sem áhuga hafa á að spreyta sig við leiktextasmíð, jafnt algerum byrjendum og þeim sem einhverja reynslu hafa.

Í gegnum nokkrar æfingar skoðum við grunneiningar leikritsins – upphaf, miðju og endi, kynnum okkur persónusköpun, söguþráð og samtöl. Unnið verður með stutt verk, sem þó uppfylla öll skilyrði leiksögunnar, og stefnt er að því að lokaverkefni hvers nemanda verði tilbúið til meðhöndlunar leikara og leikstjóra.

Kennt verður í fjórum hollum:

2. september 18.00-22.00

5. september 10.00-16.00

6. september 10.00-16.00

8. september 18.00-22.00

Síðasti tíminn er opinn þar sem fólk getur mætt til að leiklesa og hlýða á.

Mælt er með að allir nemendur taki með sér tölvur og prentari verður á staðnum ef eitthvað þarf að prenta út.

Verð: 5000 kr. fyrir skuldlausa félaga (einnig verður að greiða árgjald kr. 3000). Sendið póst á hugleikur@hugleikur.is til að tilkynna þátttöku fyrir. 1. september. Bankareikningur: 0327-26-009292, kennitala: 691184-0729.