Sjöundu aðventuna í röð sýnir Þjóðleikhúsið ævintýrið Leitina að jólunum. Að jafnaði verða þrjár sýningar hvern laugardag og sunnudag kl. 11, 13 og 14:30 allar helgar til jóla. Leitin að jólunum er eftir Þorvald Þorsteinsson og er sýningin ríkulega hljóðskreytt með tónlist Árna Egilssonar við Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum. Sýningin var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu á aðventunni 2005 og hlaut Grímuna – Íslensku leiklistarverðlaunin sem barnasýning ársins árið 2006. Leitin að jólunum hefur alla tíð notið fádæma vinsælda og uppselt hefur verið á nær því hverja einustu sýningu frá því hún var fyrst sýnd.

Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyri Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og saman leiða þeir börnin með leik og söng um leikhúsið. Meðal viðkomustaða á ferðalagi þeirra eru Kristalsalurinn, Leikhúsloftið og Leikhúskjallarinn. Börnin ferðast inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og í nútímanum.

Leitin að jólunum er eftir Þorvald Þorsteinsson og er sýningin ríkulega hljóðskreytt með tónlist Árna Egilssonar við Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum. Sýningin var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu á aðventunni 2005 og hlaut Grímuna – Íslensku leiklistarverðlaunin sem barnasýning ársins árið 2006. Leitin að jólunum hefur alla tíð notið fádæma vinsælda og uppselt hefur verið á nær því hverja einustu sýningu frá því hún var fyrst sýnd.

Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson og leikarar þau Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Edda Arnljótsdóttir, Hilmir Jensson og Lára Sveinsdóttir. Hljóðfæraleikarar eru Darri Mikaelsson og Jón Þorsteinn Reynisson.

{mos_fb_discuss:2}