Leikfélag Hörgdæla er um þessar mundir að hefja æfingar á leikritinu Stelpuhelgi eftir Karen Schaeffer í þýðingu Harðar Sigurðarsonar. Leikritið Stelpuhelgi er stórskemmtilegur farsi þar sem vinkonurnar Meg, Carol, Dot ásamt Ellie dóttur Meg hittast í bústaðnum hjá Dot. Markmið helgarinnar er að hafa gaman, skiptast á sögum, drekka áfengi og fara yfir næstu bók í bókaklúbbnum, lausar við alla karlmenn. Það fer svo að flækjast þegar gengur á áfengið og vinkonurnar eru allar búnar að bjóða hver sínum karli í eftirpartý þvert á hugmyndir gestgjafans.
Leikstjóri sýningarinnar verður Gunnar Björn Guðmundsson en hann er margreyndur leikstjóri með yfir 30 leiksýningar, 4 áramótaskaup og kvikmyndir eins og Astrópía og Amma Hófí á bakinu.
Stefnt er að frumsýningu 2. mars og miðasala fer af stað á næstu dögum. Sýningin er tilvalin fyrir hópa, eins og starfsmannafélög. Mun leikfélagið bjóða uppá hópafslætti sem verða auglýstir síðar.
Leikfélag Hörgdæla og fyrirrennar þess setja reglulega upp leiksýningar á Melum sem dæmi má nefna Í fylgd með fullorðnum sem leikfélagið setti upp síðastliðin vetur og sló heldur betur í gegn, ásamt öðrum sýningum sem hafa getið gott orð af sér þannig að það verður enginn svikinn af heimsókn á Mela.
Hægt er að fylgjast með félaginu á Facebook-síðu þess.