Leikfélag Kópavogs verður með námskeð í leikritun bráðlega og stjórn þess verður í styrkum höndum Hrefnu Friðriksdóttur. Á námskeiðinu verður farið í leikritun og verður sjónum einkum beint að skrifum á styttri verkum/einþáttungum. Námskeiðið verður 30 klst. og verður á eftirfarandi tímum:
Laugardaginn 23. september kl. 10-16
Sunnudaginn 24. september kl. 10-16
Þriðjudaginn 3. október kl. 20-23 (getur breyst)
Laugardaginn 7. október kl. 10-16
Sunnudaginn 8. október kl. 10-16
Fimmtudagurinn 12. október kl. 20-23
Þetta verða semsagt tvær helgar og tveir dagar.
Námskeiðið kostar ekkert fyrir félagsmenn en 3000 kr. fyrir aðra, og félagsmenn hafa forgang við innritun á námskeiðið. Þeir sem ekki hafa enn greitt félagsgjöldin ættu því að gera það hið snarasta.
Þátttökubeiðnir og fyrirspurnir skal senda á netfangið gisli@verslo.is.