Aðalfundur Leikfélags Hörgdæla

Aðalfundur Leikfélags Hörgdæla

Hið geysivinsæla Leikfélag Hörgdæla heldur aðalfund sinn á Melum, Hörgárdal, þriðju­dags­kv. 6. okt. nk. kl. 20:30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Rætt verður um starfið á komandi vetri (leikritaval og fleira). Allir áhugasamir er hvattir til að mæta og hafa þannig áhrif á stefnu og starf félagsins.
Mætið tímanlega til að forðast biðraðir!
Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin.

0 Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Leikfélags Hörgdæla 322 30 september, 2009 Allar fréttir september 30, 2009

Áskrift að Vikupósti

Karfa