Leikárið 2025 -2026 mun Þjóðleikhúsið bjóða upp á þrjú námskeið þar sem farið verður yfir helstu þætti fjögurra ólíkra starfa innan leikhúslistarinnar.
Áhugaleikfélög sem og leikfélög framhaldsskóla landsins eru mikil auðlind og sinna gríðarlega mikilvægu starfi um allt land. Námskeiðin eru liður í að nýta þá þekkingu og hæfni sem býr í Þjóðleikhúsinu til þess í að styrkja og efla þá starfsemi og þar með leikhúsmenningu landsins til framtíðar.
Námskeið leikársins eru eftirfarandi:
- Námskeið í framleiðslu sviðsverka 27. september 2025
- Námskeið í ljósa- og hljóðhönnun helgina 21. – 22. febrúar 2026
- Námskeið í sýningarstjórnun sviðsverka helgina 21. – 22. febrúar 2026