Leikfélag Hafnarfjarðar sem verið hefur á hrakhólum undanfarin ár er nú loks að fá aðstöðu fyrir starfsemi sína. Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt að félagið fái aðstöðu í Kapellunni í gamla St. Jósepsspítalanum til eins árs. Á þeim tíma er ætlunin að finna framtíðarhúsnæði fyir félagið. Leikfélag Hafnarfjarðar er eitt af elstu leikfélögum landsins og hefur jafnan verið með þeim öflugustu. Sorglegt hefur verið að fylgjast með þrautagöngu félagsins undanfarin ár en nú virðist von hafa kviknað að úr rætist.
Nánar er hægt að lesa um þessi ánægjulegu tíðindi á vef Fjarðarfrétta. Myndin er af persónum úr leiksýningunni Ubba kóngi en sú sýning hefur gert garðinn frægan víða um heim á undanförnum misserum þrátt fyrir húsnæðisvanda félagsins.