Miðvikudagskvöldið 22. nóvember klukkan 20:00 verður leikritið Varaðu þig á vatninu eftir Woody Allen frumsýnt hjá Leikfélagi Mosfellssveitar. Leikstjóri er Guðjón Þorsteinn Pálmarsson og taka átta leikarar þátt í sýningunni.
Leikritið gerist á tímum kalda stríðsins og fjallar um bandaríska fjölskyldu sem leitar skjóls í bandaríska sendiráðinu í Vúlgaríu eftir að hafa tekið þar ljósmyndir á bannsvæði.
Miðvikudagskvöldið 22. nóvember klukkan 20:00 verður leikritið Varaðu þig á vatninu eftir Woody Allen frumsýnt hjá Leikfélagi Mosfellssveitar. Leikstjóri er Guðjón Þorsteinn Pálmarsson og taka átta leikarar þátt í sýningunni.
Leikritið gerist á tímum kalda stríðsins og fjallar um bandaríska fjölskyldu sem leitar skjóls í bandaríska sendiráðinu í Vúlgaríu eftir að hafa tekið þar ljósmyndir á bannsvæði. Óvæntir atburðir setja svip sinn á leikritið og útlit er fyrir að það eigi eftir að reynast fjölskyldunni erfitt að komast aftur til síns heima.
Frumsýning miðvikudaginn 22. nóvember kl. 20:00
2. sýning sunnudaginn 26. nóvember kl. 15:00
3. sýning miðvikudaginn 29. nóvember kl. 20:00
4. sýning sunnudaginn 3. desember kl. 20:00
Miðapantanir eru í síma 566 7788 og er miðaverð 1.800 krónur.