Leikfélag Selfoss hefur hafið æfingar á leikritinu Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson í leikstjórn Lilju Nóttar Þórarinsdóttur. Þrek og tár var fyrst frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1995 og er hvort tveggja fjölskyldusaga og þroskasaga ungs manns á 7. áratug síðustu aldar. Leikritið innheldur mikið af söngvum sem margir hverjir eru löngu orðnir landskunnir. Alls taka 18 leikarar þátt í sýningunni og eru þeir á aldrinum 13 – 66 ára. Stefnt er að frumsýningu í síðari hluta janúar.