Þetta meistaravek John Steinbeck frá krepputímum þriðja áratugarins er löngu orðið sígilt. Hann varpar fram spurningum um hvaða mat við leggjum á manneskjuna og hvert gildi hennar er þegar hún virðist ekki vera neinum til gagns. George og Lennie eru farandverkamenn sem flakka saman á milli vinnustaða. Annar er risavaxinn og barnslegur, hinn smávaxinn en lífsreyndur. Þeir vinna til að lifa af og þrauka en deila saman fjarlægum draumi um betra líf. Það er draumurinn um eigin jörð þar sem Lennie fær að halda kanínur í friði og ró og George getur ræktað jörðina. Þeir hefja vinnu á nýjum stað og skyndilega er draumurinn innan seilingar.
Mýs og menn er eitt af helstu meistaraverkum bandarískra bókmennta og birtist hér í nýrri sviðssetningu. Þessi saga frá krepputímum þriðja áratugarins er löngu orðin sígild. Í henni byggir John Steinbeck á reynslu sinni sem farandverkamaður þar sem hann kynntist fólki sem varð innblásturinn að persónum verksins. Steinbeck skrifaði sjálfur leikritið sem er tíður gestur á fjölum leikhúsa heimsins. Kvikmyndaútgáfa sögunnar var tilnefnd til fjölda Óskarsverðlauna árið 1939 og ný útgáfa hennar keppti svo um Gullpálmann í Cannes árið 1992.
Ilmur Stefánsdóttir hannar leikmynd og búninga og Björn Bergsteinn Guðmundsson lýsingu. Þeir Ólafur Darri Ólafsson og Hilmar Guðjónsson eru í hlutverkum Lennie og George og Álfrún Örnólfsdóttir leikur eina kvenhlutverkið í sýningunni (eiginkonu Curley verkstjóra). Þegar er uppselt á fyrstu 12 sýningar verksins.