Nú liggja fyrir helstu tölur um starfsemi aðildarfélaga Bandalags íslenskra leikfélaga leikárið 2010-2011 og er ljóst að í meginatriðum eru þær mjög svipaðar og undanfarin ár. Á leikárinu voru 60 aðildarfélög að Bandalaginu en fjöldi félaga með starfsemi á árinu var 39 og í þeim félögum störfuðu 2.522 félagar.
Settar voru upp 91 leiksýning sem sýndar voru 572 sinnum og tóku þátt í þeim 1.682 manns. Heildarfjöldi áhorfenda á sýningum Bandalagsleikfélaganna var 38.956 manns.
20 best sóttu sýningarnar voru þessar:
1. Leikfélag Hörgdæla, Með fullri reisn – 2.800 áhorfendur á 30 sýningum
2. Leikfélag Vestmannaeyja, Mamma mia (Sjens á skrens), – 2.004 áhorfendur á 15 sýningum
3. Freyvangsleikhúsið, Svejk – 1.863 áhorfendur á 24 sýningum
4. Borgarbörn, Leikfangalíf – 1.629 áhorfendur á 25 sýningum
5. Leikfélag Vestmannaeyja, Konungur ljónanna, – 1.473 áhorfendur á 12 sýningum
6. Leikfélag Hafnarfjarðar, Fúsi froskagleypir – 1.380 áhorfendur á 10 sýningum
7. Umf. Íslendingur, leikdeild, Með fullri reisn – 1.100 áhorfendur á 14 sýningum
8. Umf. Efling, leikdeild, Saga úr Vesturbænum – 1.045 áhorfendur á 12 sýningum
9. Litli leikklúbburinn, Emil í Kattholti – 944 áhorfendur á 10 sýningum
10. Snúður og snælda, Rauða klemman – 939 áhorfendur á 16 sýningum
11. Leikfélag Mosfellssveitar, Allskonar Elvis – 900 áhorfendur á 9 sýningum
12. Leikfélag Sauðárkróks, Svefnlausi brúðguminn – 900 áhorfendur á 11 sýningum
13. Leikfélag Sauðárkróks, Jón Oddur og Jón Bjarni – 865 áhorfendur á 11 sýningum
14. Leikfélag Ölfuss, Stútungasaga – 850 áhorfendur á 15 sýningum
15. Leikfélag Keflavíkur, Bærinn bræðir úr sér – 837 áhorfendur á 11 sýningum
16. Umf. Gnúpverja, leikdeild, Gaukssaga – 800 áhorfendur á 9 sýningum
17. Litli leikklúbburinn, Á skíðum skemmti ég mér – 760 áhorfendur á 5 sýningum
18. Leikfélag Keflavíkur, Slappaðu af – 671 áhorfendur á 11 sýningum
19. Leikfélag Hólmavíkur, Með táning í tölvunni – 660 áhorfendur á 9 sýningum
20. Leikfélag Fljótsdalshéraðs, Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan – 645 áhorfendur á 8 sýningum
{mos_fb_discuss:3}