Leikfélag Kópavogs stendur fyrir barna- og unglinganámskeiðum í haust. Enn eru laus pláss á námskeiðin sem hefjast 10. sept. og standa til loka nóvember. Námskeiðin eru annarsvegar fyrir aldurinn 11-12 ára og hinsvegar fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára.
Námskeið verða vikulega á miðvikudögum kl. 16.00-17.00 fyrir yngri hóp en kl. 17.15-19.15 hjá eldri hópi 17.15. Námskeiðin standa í 10 vikur til til og með 12. nóvember. Í lok námskeiðs mun eldri hópur æfa upp og sýna stutt frumsamið leikrit og er gert ráð fyrir um tveggja vikna vinnu eftir námskeiðið í það.

 

Leiðbeinandi er Guðmundur L. Þorvaldsson. Hann er m.a. menntaður frá New York Film Academy auk fjölmargra námskeiða í leik og leikstjórn. Guðmundur sá um starf Unglingadeildar LK árið 2010. 

Námskeiðið kostar 15.000 kr. á mann en bent er á að þátttakendur með lögheimili í Kópavogi geta fengið tómstundastyrk á móti sem nemur rúmlega helmingi þátttökugjalds. Upplýsingar um tómstundastyrki má fá hér.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að senda póst á lk@kopleik.is með nafni og kennitölu þátttakanda auk nafns forráðamanns og síma. Einnig er hægt að biðja þar um frekari upplýsingar.