Auðlind – leiklistarsmiðja frumsýnir í Tjarnarbíói 16. september nýtt íslenskt leikrit, Róðarí eftir Hrund Ólafsdóttur.

Fjögur systkini á miðjum aldri og móðir þeirra neyðast til að hittast þegar ein systirin veikist og þarf á hjálp að halda. Samheldni er ekki þeirra sterkasta hlið. Það er því þrautin þyngri að þurfa í sameiningu að ráða fram úr málum.

Systkinin telja sig öll hafa fundið sér stað í tilverunni óháð hvert öðru. Stóra spurningin er hver eigi að axla ábyrgð á málum fjölskyldunnar þegar á reynir.

Átökin sem eiga sér stað á sviðinu snúast um mannúð og samstöðu gegn sérhyggju og eigingirni. Í þeirri glímu fara draugar fortíðarinnar á kreik og þar hefur hver sinn djöful að draga.

Fjórar af þekktustu leikkonum okkar stíga á svið í Róðaríi eftir nokkurt hlé frá leikhúsinu en auk þeirra leikur einn karlleikari af yngri kynslóð í verkinu.

Leikstjórn: Erling Jóhannesson
Höfundur: Hrund Ólafsdóttir

Leikarar:
Anna Kristín Arngrímsdóttir
Guðbjörg Thoroddsen
Halldóra Björnsdóttir
Kolbeinn Arnbjörnsson
Margrét Guðmundsdóttir

Leikmynd: Frosti Friðriksson
Búningar: Þórunn María Jónsdóttir
Hljóðmynd: Garðar Borgþórsson
Lýsing: Valdimar Jóhannsson
Markaðsmál og aðstoð: Júlía Hannam
Grafísk hönnun: Arnór Bogason
Aðstoð við leikmynd og búninga: Sigrún Gyða Sveinsdóttir
Ljósmyndir: Hörður Sveinsson