Þann 27. september nk. stendur Bandalag ísl. leikfélaga fyrir stuttu námskeiði í gagnrýniskrifum fyrir leikhús. Leiðbeinendur verða þau Þorgeir Tryggvason og Hrund Ólafsdóttir, sem bæði hafa skrifað leikhúsgagnrýni fyrir Morgunblaðið.

Námskeiðið verður haldið í þjónustumiðstöð Bandalagsins að Suðurlandsbraut 16, 108 Reykjavík, sunnudaginn 27. september og stendur það frá kl. 13.00 til 17.00.

Námskeiðsgjald er kr. 4.000.-

Skráning stendur til miðnættis fimmtudaginn 24. september.

Skráið ykkur í netfangið info@leiklist.is eða í síma 551 6974 og greiðið þátttökugjaldið inn á reikning 334-26-5463, kt. 440169-0239.