Mánudagskvöldið 28. febrúar kl. 20 verður haldinn í Tjarnarbíói, kynningar- og umræðufundur Leiklistarsambands Íslands og aðildarfélaga um Íslandstofu og rannsóknina um stöðu Skapandi greina sem kynnt var 1. desember sl. Þar gefst tækifæri fyrir sviðslistafólk að fá að vita meira um rannsóknina og næstu skref í kjölfar hennar og kynna sér stefnumótun hins nýja vettvangs Íslandsstofu, í þágu listanna.

Dagskrá:

Íslandstofa – hlutverk hennar gagnvart listunum
Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL og stjórnarmaður í Íslandsstofu. – Hvaða erindi á Íslandsstofa við sviðslistir og sviðslistir við Íslandstofu?

Hlutur sviðslistanna í stóru rannsókninni
Margrét Sigrún Sigurðardóttir, forstöðukona Rannsóknastofu í skapandi greinum við HÍ. – Kynning fyrir sviðslistafólk á stóru rannsókninni í desember – farið verður sérstaklega í tölur og álitamál um sviðslistir, tækifæri og áskoranir.

Umræður og fyrirspurnir, veitingar í boði LSI Fundarstjóri er Ása Richardsdóttir, forseti LSÍ
FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN! – FJÖLMENNUM!

{mos_fb_discuss:3}