Haustfundur Leikfélags Selfoss

Haustfundur Leikfélags Selfoss

Leikfélag Selfoss býður þér á opinn kynningarfund miðvikudaginn 11. september í Litla leikhúsinu við Sigtún kl. 20.30. Fundurinn er tilvalið skjól fyrir votum vindum haustsins í heimilislegum og hlýjum faðmi leikhússins þar sem dagskrá vetrarins verður kynnt. Fyrsta verkefnið verður kynnt sérstaklega af leikstjóranum sjálfum.

Við hvetjum nýtt fólk og þá sem vilja fræðast meira um leikfélagið endilega til að mæta. Allir eru velkomnir og heitt kaffi á könnunni, hlökkum til að sjá þig.

Leikfélag Selfoss

0 Slökkt á athugasemdum við Haustfundur Leikfélags Selfoss 376 10 september, 2013 Allar fréttir september 10, 2013

Áskrift að Vikupósti

Karfa