Sýningar verða:
Föstudaginn 14. desember
Laugardaginn 15. desember
Mánudaginn 17. desember
Þriðjudaginn 18. desember
Ragnheiður Harpa útskrifaðist úr Listaháskólanum 2011. Hún heillast af því sem hún skilur ekki til fullnustu, og sér dulúð í spurningarmerkjunum. Ragnheiður beitir vísindalegum vinnubrögðum í leit sinni að skilja hið óáþreifanlega, kafar ofan í tilfinningu til að skynja ástand, og leitar að því að skapa augnablik og upplifun. Ragnheiður Harpa nálgast stór viðfangsefni með póetískri greiningu. Hún hefur unnið innsetningar, performansa, leikhús, dagskrár og vidjóverk sjálf eða í samstarfi við listamenn, tónlistarmenn og leikhús víða um heim í sköpun verk sinna.
Verkið er tileinkað Oliver Lucas Horton
Tónlistarflytjendur eru Þórður Hermannson & Helene Inga Stankiewicz. Hljóðheim verksins gerði Albert Finnbogason og dramaturgar eru Leifur Þór Þorvaldsson & Bjarni Jónsson.
Sýningar hefjast kl. 20. Takmarkað sætaframboð!
Miðasala: midi.is