Leikfélag Selfoss bíður upp á hið árlega Hugarflug sunnudaginn 9. október en þar fá leikfélagsmeðlimir og aðrir frjálsar hendur til að vinna stutt verk, ljóð eða tónlist eftir eigin nefi sem sett er saman í eina sýningu og sýnd í takmörkuðu upplagi. Að þessu sinni eru 5 atriði úr sitt hvorri áttinni og kennir þar ýmissa grasa s.s. rósrauðra riddara, misgóðra þjóna, brjálaðra kellinga og bolta með derhúfu. Allir eru þættirnir í léttum dúr. Leikendur eru í kringum 15, sumir reyndir en margir eru þó að stíga sín fyrstu skref með leikfélaginu. Leikendur í yngri kantinum eru stór hluti hópsins.

Hugarflug er orðinn árlegur viðburður hjá leikfélaginu og er kærkomið tækifæri fyrir meðlimi félagsins til að láta drauma sína rætast. Það hefur vakið mikla lukku undafarin ár og aðsókn verið sívaxandi.

Aðeins eru sýndar 2 sýningar, sunnudaginn 9. nóvember kl. 15:00 og 17:00 í Litla leikhúsinu við Sigtún í nýuppstóluðum sal. Aðgangseyrir er aðeins 500 kr. og frítt fyrir 12 ára og yngri. Miðar eru seldir á staðnum. Hugarflug er því tilvalin skemmtun til að brosa, hlæja og jafnvel gráta af gleði á þessum síðustu og verstu tímum.

{mos_fb_discuss:2}