Föstudaginn 25. maí verður leiksýningin How to become Icelandic in 60 minutes frumsýnt í Kaldalóni í Hörpu. How to become Icelandic in 60 minutes er leikið á ensku, samin og flutt af Bjarna Hauki Þórssyni og leikstýrt af Sigurði Sigurjónssyni. Þetta er sprenghlægileg klukkustundarlöng sýning sem ætluð er öllum þeim sem vilja læra hvað það er að vera Íslendingur.
How to become Icelandic in 60 minutes er sambland af söguleikhúsi og uppistandi þar sem reynt verður að kenna þeim sem sýninguna sækja að verða Íslendingar. Samstarf Bjarna Hauks og Sigurðar ætti að vera íslensku þjóðinni vel kunnugt enda hefur samstarf þeirra getið af sér þrjár vinsælar sýningar; Hellisbúann, Pabbann og Afann.
{mos_fb_discuss:2}