Þann 28. apríl síðastliðinn frumsýndi Leikfélag Sauðárkróks nýtt íslenskt leikrit samið í kringum tónlist Geirmundar Valtýssonar. Leikritið nefnist Tifar tímans hjól og var það skrifað af Árna Gunnarssyni og Guðbrandi Ægi Ásbjörnssyni, sem einnig leikstýrði. Uppselt hefur verið á þær 8 sýningar sem búið er að sýna og er einnig uppselt á næstu tvær og hefur því verið bætt við tveimur sýningum, sunnudaginn 12. maí og Hvítasunnudag 19. maí og hefjast báðar sýningarnar kl. 20.30.

Panta má miða í síma 849 9434 virka daga frá 16 – 18 og 
einnig klukkustund fyrir sýningu í síma og í Bifröst.

Sýningarplanið:


9. sýning föstudaginn 10. maí kl 23:00 (Miðnætursýning) (Uppselt)

10. sýning laugardaginn 11. maí kl 15:00 (Uppselt)
Aukasýning sunnudaginn 12. maí kl. 20.30
Aukasýning sunnudaginn 19. maí kl. 20.30

Meðfylgjandi ljósmynd tók Brynjar Sverrir Guðmundsson