Leikfélag Hveragerðis frumsýnir leikritið um Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren, laugardaginn 10. mars klukkan 14.00 í Leikhúsinu Austurmörk 23 í Hveragerði. Leikstjóri er Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson og með aðalhlutverkið fer Esther Helga Klemenzardóttir. Með hlutverk Tomma og Önnu fara Axel Bjarkar Sigurjónsson og Ásdís Mjöll Halldórsdóttir. Undirleik annast píanósnillingurinn Guðmundur Eiríksson.

Alls koma nærri 30 manns að sýningunni með einum eða öðrum hætti. Leikfélag Hveragerðis verður 65 ára á þessu ári og er því eitt af elstu starfandi áhugaleikfélögum landsins.

Sýningar verða:
Laugardagur 10. mars – Frumsýning kl. 14.00
Sunnudagur 11 . mars kl. 14.00
Miðvikudagur 14. mars – kl. 18.00
Föstudagur 16. mars – kl. 18.00
Laugardagur 17. mars – kl. 14.00
Sunnudagur 18. mars – kl. 14.00

Miðaverð 2000 kr., 1700 kr. fyrir hópa (15 eða fleiri). Miðapantanir í síma 8687918

{mos_fb_discuss:2}