Vegna fjölda fyrirspurna og áskorana vill LA koma eftirfarandi á framfæri:

Engin áform eru uppi um að sýna Herra Kolbert né næstu uppsetningar LA í Reykjavík. Uppsetningunni á Herra Kolbert hefur verið afar vel tekið og verður hún sýnd á Akureyri í nóvember og desember. Síðasta sýning á Herra Kolbert verður 16. desember.

 

Ekki skapast svigrúm til leikferðar í höfuðborgina enda næsta verk, Svartur Köttur, væntanlegt á fjalirnar fljótlega í kjölfarið. Áætlun vetrarins hjá LA er afar þétt og gert ráð fyrir stífu sýningarhaldi í leikhúsinu á Akureyri. Leikhúsferðir til Akureyrar hafa notið mikilla vinsælda síðustu misseri og allir hjartanlega velkomnir norður.

Sýningahald LA er með þeim hætti að sýningar eru sýndar í afmarkaðan tíma en reynt er að brugðist er við aukinni eftirspurn með því að bæta við aukasýningum innan þess tímaramma sem hverri uppsetningu er ætlað.

Í fyrra voru tvær uppsetningar LA, Fullkomið brúðkaup og Litla hryllignsbúðin, sýndar á fjölum í Reykjavík við miklar vinsældir. Þar var um undantekningar að ræða.

Herra Kolbert hefur hlotið afbragðsdóma og mikil eftirspurn er eftir miðum.