Leikfélag Kópavogs frumsýnir Herbergi 213 eftir Jökul Jakobsson laugardaginn 25. október. Leikstjóri er Sigrún Tryggvadóttir. Rúm fimmtíu ár eru síðan verkið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 1974. Verkið var töluvert sett upp áratuginn þar á eftir en hefur lítið verið sett upp síðan. Verkið er eitt af fyrstu verkum á íslensku leiksviði sem skrifað var fyrir konur. Nánari upplýsingar um sýninguna er að finna á vef leikfélagsins en miðasala er á Tix.is..
Herbergi 213 hjá Leikfélagi Kópavogs


