Þegar prestfrú ein tekur upp á því  spila í getraunum gegn vilja eiginmannsins og án hans vitundar getur ekkert verra komið fyrir en… að hún vinni.

Leikfélag Rangæinga hefur hafið æfingar á leikritinu Getraunagróði eftir Philip King.   Verkið er gamanleikur þar sem hlutir ganga hratt fyrir sig og mikið er um misskilning og ærsl.  

Vel hefur gengið að manna hlutverk en leikendur eru 7 og koma hvaðanæva að úr sýslunni.  
Leikstjóri er Margrét Tryggvadóttir.  
Áætlað er að frumsýna í Njálsbúð í endaðan nóvember.

Einnig stendur leikfélagið nú um stundir fyrir námskeiði í leiklist fyrri börn á aldrinum  8 – 12 ára í Félagsmiðstöðinni á Hvolsvelli.