Image12 nóvember nk. er frumsýning hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. Leikritið Skilaboðaskjóðan eftir Þorvald Þorsteinsson varð fyrir valinu í þetta sinn. Jón Ingi Hákonarson leikstýrir ásamt konu sinni Laufeyju Brá Jónsdóttur sem einnig sér um leikmynda- og búningahönnun.  

ImageSkilaboðaskjóðan fjallar um Putta litla sem er rænt úr ævintýraskóginum. Maddamamma og dvergarnir reyna síðan allt hvað þeir geta til að koma Putta til bjargar. Inn í leikritið fléttast fjölmargar ævintýrapersónur. Leikarar eru 23 talsins og fjölmargir ungir og efnilegir að stíga sín fyrstu skref.   

Sýningar verða sem hér segir:
Frumsýning lau. 12. nóv.  kl. 16:00
2. sýning sun. 13. nóv.
3. sýning lau. 19. nóv.
4. sýning sun. 20. nóv.
5. sýning lau. 26. nóv.
6. sýning sun. 27. nóv.
7. sýning lau.  3. des.
8. sýning sun. 4. des.

Allar sýningar eru dagsýningar og tímasetning er auglýst í bæjarblöðum.
Miðaverð er 1800 kr. fyrir fullorðna og 1500 kr. fyrir börn
Miðapantanir eru í síma 481-1940.
Sýnt er í Bæjarleikhúsinu.

MUNIÐ HÓPAFSLÁTTINN