Leikfélag Siglufjarðar hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur. Í febrúar bretti fólk upp ermarnar og var hafist handa við æfingar á gamanleikritinu Héri Hérason eftir Coline Serreau. Guðjón Sigvaldason er leikstjóri en hann hefur áður unnið með Leikfélagi Siglufjarðar, síðast árið 2006 þegar Láttu ekki deigan síga Guðmundur eftir Eddu Björgvinsdóttir og Hlín Agnarsdóttur var sett upp. Frumsýnt verður föstudaginn langa, 10. apríl.

Leikfélagið hefur fundið nýja sýningaraðstöðu í bænum, hús sem er staðsett að Norðurgötu 24 og er þekkt í daglegu tali sem Sigló. Hús þetta hefur áður hýst t.d. niðursuðuverksmiðju og rækjuvinnslu og virðist ætla að gegna hlutverki sínu sem leikhús mjög vel.

Pöntunarsími er 892 1741 eftir kl. 16:00 á daginn. Önnur sýning er páskadag 12. apríl og þriðja sýning er annan í páskum 13. apríl og sýningar hefjast kl. 21:00

{mos_fb_discuss:2}