Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga verður haldinn að Hótel Hlíð í Ölfusi dagana 1. og 2. maí 2009.
Fundurinn verður settur föstudagsmorguninn 1. maí kl. 9.00 og honum slitið um hádegisbil laugardaginn 2. maí. Fundargestir eru boðnir velkomnir fimmtudagskvöldið 30. apríl. Engin skipulögð dagskrá er þá um kvöldið en fólk getur farið á leiksýningu hjá Leikfélagi Selfoss, notið þess að fara í heita pottinn eða bara spjallað hvort við annað.
Fundargerð aðalfundar 2008 er á vefsíðunni leiklist.is undir Bandalagið/Fundir og verður ekki send út.
Skv. lögum Bandalagsins hafa aðeins þau aðildarfélög atkvæðisrétt á aðalfundi sem greitt hafa árgjöldin.
Dagskrá aðalfundarins er í lögum Bandalagsins.
Dagskrá:
Fimmtudagur 30. april:
Fundargestir velkomnir um kvöldið, ekki verður boðið uppá kvöldverð
Föstudagur 1. maí:
08.00 Morgunverður
09:00 Aðalfundur settur
12:00 Hádegisverður
13:00 Framhald aðalfundar
17:00 Fundarhlé
20:00 Hátíðarkvöldverður, Skemmtidagskrá og samvera
Laugardagur 2. maí:
08.00 Morgunverður
09:00 Framhald aðalfundar og fundarslit
13:00 Hádegisverður og heimferð
Boðið er uppá þrenns konar pakka:
1. Fundarseta og allur matur án gistingar, kr. 9.500.-
2. Fundarseta, allur matur og gisting eina nótt, kr. 12.300.-
3. Fundarseta, allur matur og gisting tvær nætur, kr. 16.100.-
Aukagjald fyrir eins manns herbergi er 1.800 pr. nótt. en fjöldi slíkra herbergja fer eftir aðsókn.
Tilkynnið þátttöku fyrir 15. apríl og takið fram hvort þið viljið gista og þá hvað margar nætur. Vinsamlegast greiðið þátttökugjaldið um leið inn á reikning 0334-26-5463, kt. 440169-0239 og látið bankann senda kvittun á netfangið info@leiklist.is.
Samhliða aðalfundi fer fram sýning á leikskrám og veggspjöldum leikársins 2008-2009. Endilega takið með ykkur eintök ykkar leikfélaga.
Val Þjóðleikhússins á Athyglisverðustu áhugasýningu leikársins verður að venju kynnt á hátíðakvöldverðinum. Þið sem enn eigið eftir að sækja um gerið það sem allra fyrst. Umsóknareyðublöð má nálgast á forsíðu www.leiklist.is.
Leikfélag Selfoss sýnir fjölskylduleikritið Sjóræningjaprisnessuna eftir Ármann Guðmunds-son í Leikhúsinu við Sigtún kl. 19.30 þann 30. apríl. Miðapantarnir eru í síma 482 2787 og á netfangið leikfelagselfoss@gmail.com. Miðaverð er kr. 1.500.- eða 1.200 fyrir hópa, 10 manns eða fleiri.
Ath. sýningin er ekki partur af pökkum vegna aðalfundar og þeir sem vilja sjá sýninguna þurfa að panta miða sjálfir.