Miðvikudaginn 4. apríl frumsýnir Leikfélag Dalvíkur gamanleikritið Grjóthaldiði kjafti eftir breska leikskáldið Michael Frayn í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Leikstjóri er Aðalsteinn Bergdal, lýsingu hannaði Pétur Skarphéðinsson og hönnun sviðsmyndar er í höndum Kristjáns Guðmundssonar, Árna Halls Júlíussonar og Aðalsteins Bergdal.

Verkið fjallar um hóp gamanleikarasem ásamt leikstjóra og baktjaldafólki eru að æfa breskan svefnherbergisfarsa með tilheyrandi framhjáhaldi og misskilningi. Áhorfendur verða annars vegar vitni að því sem gerist á sviðinu og hins vegar því sem á sér stað baksviðs, en það útsýni býður upp á mun fyndnari farsa en þann sem fram fer á sviðinu sjálfu.

Níu leikarar koma fram í sýningunni, það eru þau Aron Birkir Óskarsson, Jenný Dögg Heiðarsdóttir, Kristján Guðmundsson, Eydís Ósk Jónsdóttir, Kristín Svava Stefánsdóttir, Sigurbjörn Hjörleifsson, Brynja Sól Guðmundsdóttir, Svavar Þór Magnússon og Kristján Eldjárn Sveinsson.

Næstu sýningar verða:
2. sýning fimmtudaginn 5. apríl
3. sýning laugardaginn 7. apríl
4. sýning mánudaginn 9. apríl

Allar sýningar hefjast kl. 20.00. Miðapantanir í síma 8689706 (Borghildur) milli kl. 19.00 og 21.00

{mos_fb_discuss:2}